Innritun á vorönn 2024

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2024 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Vetrarfrí í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Vetrarfrí í MB 26. og 27. október 2023.  Öll kennsla fellur niður þessa daga.  Kennsla hefst mánudaginn 30. október kl. 9:00.  Hafið það sem allra best í fríinu!

Lokaverkefni – málstofa

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna jákvæða slálfræði, hvað er gott uppeldi? kaffi, kvíða  og streitu, PCOS, þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum, ógreint ADHD o.fl.  Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var í gæt miðvikudaginn 11. október.  Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og augljóst að nemendur …

Ný stjórn NMB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2023 – 2024 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Kolbrún Líf Lárudóttir formaður, Ólöf Inga Sigurjónsdóttir ritari, Edda María Jónsdóttir skemmtanastjóri og Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri . Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Erni Daða Arnberg Sigurðsson. Við óskum nýrri stjórn innilega til …

Menntasjóður – umsóknir um Jöfnunarstyrk

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. september n.k. vegna námsársins 2023-2024 sjá hér  Nemendur sækja um á Mitt LAN með rafrænum skilríkjum. Þeir nemendur sem ætla að stunda nám á bæði haustönn og vorönn , eru hvattir til að sækja um báðar annir í einu. Ekki eru veittir styrkir fyrir fjarnámi en dreifnám er styrkhæft ef nemendur þurfa að keyra …

Haustönn 2023 – skólabyrjun

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Skólastarf hefst á haustönn 2023 með móttöku nýnema miðvikudaginn 16. ágúst klukkan 10:00. Dagurinn hefst með morgunhressingu nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nýnemar afhentar stundaskrár, aðrar nauðsynlegar upplýsingar um skólastarfið og fá kennslu á helstu kerfi skólans. Við óskum eftir því að nemendur mæti með tölvurnar sínar og snjalltæki þennan dag. Eldri nemendur geta nálgast stundatöflurnar sínar á …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið bragi@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við umsjónarmann húsnæðis í gegnum netfangið hjalmaklettur@menntaborg.is Hér má nálgast skóladagatal fyrir skólaárið …

Innritun lokið

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Innritun nemenda úr tíunda bekk í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir komandi skólaár er lokið. Alls innritast 51 nemandi úr 12 póstnúmerum úr tíunda bekk árið 2023. Um er að ræða mikla fjölgun frá fyrri árum og aldrei fleiri nemendur innritast úr tíunda bekk frá stofnun skólans. Það lítur því út fyrir að fjölgun staðnema frá fyrra ári sé um 20%. Við …

Brautskráning 2023

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 26. maí voru 40 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Elinóra  minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi en samt bara byrjunin. Elinóra sagði „…en það mikilvægasta sem að við höfum lært á menntaskólaárunum er ef til vill eitthvað allt annað. Að læra að vinna fyrir hlutunum, að læra …