Lína Langsokkur fær heimsókn frá forseta Íslands

sissi Fréttir

Leikritið Lína Langsokkur er nú í sýningu í Menntaskóla Borgarfjarðar í uppsetningu leikhópsins Sv1. Frumsýning var föstudaginn 17. febrúar og gekk vonum framar. Leikhópurinn ákvað að bjóða Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og fjölskyldu hans að koma á sýninguna sunnudaginn 19. febrúar og þáði hann það boð og mætti ásamt konu sinni, Elizu Reid, og tveimur yngstu börnunum sínum. Það var ekki annað að sjá en þau skemmtu sér alveg konunglega. Skólastjórnendur, starfsfólk og nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar vilja þakka Guðna og fjölskyldu hans kærlega fyrir að gefa sér tíma til að koma og sjá það flotta starf sem leikhópurinn hefur unnið.
Enn eru níu sýningar eftir á dagskrá en finna má upplýsingar um næstu sýningar á facebook síðu leikhópsins “Leikfélagið Sv1”. Við hvetjum alla, unga sem aldna að koma og sjá sýninguna.