Námsbrautir og áfangar

Námsbrautir

Námsbrautir skólans eru sex og allar í staðnámi. Opin braut, félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut og íþróttafræðibraut til stúdentsprófs, framhaldsskólabraut og starfsbraut. Innan náttúrufræðibrautar geta nemendur valið búfræðisvið og innan íþróttafræðibrautar geta nemendur valið félagsfræðasvið eða náttúrufræðisvið.

Áfangar og nýjar einingar

Áfangar eru mismargir eftir námsbrautum. Hver áfangi er táknaður með þremur bókstöfum, einum tölustaf, einum bókstaf og teimur tölustöfum t.d. ÍSLE2RB05. Bókstafirnir eru samstöfun á heiti námsgreinar. Fyrsta talan segir til um á hvaða þrepi áfanginn er (ef talan er 2 þá er þetta 2. þreps áfangi). Bókstafurinn sem kemur þar á eftir táknar heiti áfangans (RB = ritun og bókmenntir) og síðasta talan gefur til kynna einingafjöldan.

Áfanga í boði má finna hér.