Home » Námið » Námsbrautir og áfangar » Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisvið

Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisvið

Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á Náttúrufræðibraut. Í kjarna brautar er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni auk áherslu á heilbrigði og velferð. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Á íþróttafræðibraut er hægt að velja á milli tveggja leiða; félagsfræðasvið eða náttúrufræðisvið. Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum.

Íþróttafræðibraut samkv. nýrri námskrá.

Mat Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á námi í framhaldsskóla
Nemandi sem lokið hefur ÍÞF-102 (ÍÞF-1A06 í nýja einingakerfinu) og tveimur einingum í íþróttagrein (ÍÞG-1X2) getur fengið nám sitt metið sem þjálfari 1 hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Nemandi sem lokið hefur 26 einingum (42 í nýja einingakerfinu) í íþróttagreinum, íþróttafræðum og starfsþjálfun úr framhaldsskólum getur fengið almennan hluta af þjálfarastigi 2 metinn hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Mat framhaldsskóla á námi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands
Nemandi sem lokið hefur þjálfarastigi 1 hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands getur fengið nám sitt metið sem jafngildi ÍÞF-1A06  og ÍÞG-1X2.

Ithrottab.nattu.15