Home » Námið » Námsbrautir og áfangar » Starfsbraut

Starfsbraut

Starfsbraut er námstilboð fyrir nemendur sem ekki geta nýtt sér almennt tilboð framhaldsskóla og hafa greiningu fagaðila. Námið er að mestu bóklegt en verklegt eins og kostur. Námstími er 4 ár og einingarfjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn, viðmiðið eru 240 einingar.  Meginmarkmið námsins er að gera nemendur virka þátttakendur í þjóðfélaginu og sjálfbjarga í daglegu lífi að því marki sem hverjum og einum er mögulegt. Starfsbraut samkv. nýrri námskrá.

Lokamarkmið starfsbrautar:

Að nemandi

  • fái einstaklingsmiðuð námstækifæri
  • auki sjálfstraust sitt, sjálfstæði og samskiptahæfni til daglegra athafna
  • auki möguleika sína til áframhaldandi náms við hæfi
  • öðlist fjölbreytta reynslu og kynnist möguleikum og margbreytileika íslenskrar menningar
  • fái tækifæri til að stunda nám með nemendum annarra brauta
  • fái tækifæri til að tengja saman nám og starfsþjálfun, í skóla og á vinnustað
  • verði félagslega, tilfinningalega og siðferðislega tilbúnari undir þátttöku í þjóðfélaginu sem samfélagsþegn
  • fái tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði að loknu námi