Skólaupphaf vorönn 2019

Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 7. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 7. janúar. Stundaskrár eldri nemenda eru þegar aðgengilegar á Innu en þó með fyrirvara um lítilsháttar breytingar.

Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 4. janúar.

Bókalista og allar nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans.

Jólaleyfi – Lokun skrifstofu

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. desember til  3. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 7. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.

Tveir útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Tveir nemendur útskrifuðust frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 20. desember 2018. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir útskrifaðist af Opinni braut og Dagrún Irja Baldursdóttir af Náttúrufræðibraut. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur en formleg útskrift verður í maí.

Á myndinni má sjá Ástu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.