Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir sigraði í söngvakeppni MB

Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 1. febrúar sl. Flutt voru þrjú lög. Sigurvegari að þessu sinni varð hljómsveitin Pési og breiðnefirnir – en hana skipa þeir Kristján Guðmundsson á bassa, Pétur Snær Ómarsson á gítar, Guðjón Snær Magnússon í fjarveru Snæþórs Bjarka sá um trommuleikinn og Þórður Brynjarsson, söng. Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel og var dómnefndinni því nokkur vandi á höndum. Hana skipuðu þau Þóra Sif Svansdóttir, Davíð Georgsson og Ríkharður Mýrdal Harðarson.

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna vorannar 2018 er til 15. febrúar næstkomandi! 

Áskorendadagur nemenda og starfsfólks 2018

Í dag var árlegur áskorendadagur starfsfólks og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Árið 2017 vann starfsfólk skólans en að þessu sinni höfðu nemendur betur í æsispennandi keppni. Dagurinn tókst vel og starfsfólk og nemendur MB nutu dagsins saman.