Nýnemaferð NMB 2018

Í gær stóð Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir nýnemaferð í samstarfi við skólann en farið var með rútu til Reykjavíkur. Nemendur heimsóttu Reykjavík Escape þar sem þeim var skipt niður í nokkur herbergi en til að komast útúr herbergjunum þurftu hóparnir að leysa þrautir saman á innan við klukkustund. Einn hópurinn fór með framúrskarandi sigur úr býtum og vöktu aðdáun starfsmanna Reykjavík Escape, enda klárir krakkar í MB. Að þessu loknu var farið í stigaleik um borgina þar sem nemendur þurftu að leggja ýmislegt á sig til að fá stig svo sem að fá mynd af sér með túrista að gera gleraugu. Myndin sem fylgir fréttinni er lýsandi fyrir það. Að lokum var hópnum svo boðið uppá pizzu sem var kærkomin endir á frábærum degi.

Skólinn fer vel af stað

Menntaskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 21. ágúst og hófst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 22. ágúst. Skólastarfið fer vel af stað og ekki annað að sjá en að kennarar og nemendur séu ánægðir. Nemendur skiptast á hinar fjölmörgu brautir skólans en langflestir eru á Félagsfræðabraut en svo eru Náttúrufræðibraut og Opin braut vinsælastar. Opin braut býður uppá mikið val af hálfu nemandans og slíkar brautir eru alltaf að verða meira vinsælar á landsvísu. Sex nemendur eru skráðir á Náttúrufræðibraut – búfræðisvið sem er samstarf milli MB og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Þetta haustið eru þrjátíu og fjórir nýnemar að hefja nám, sex eldri nemendur hafa snúið aftur til okkar í nám og fjórir duglegir grunnskólanemendur eru í ensku og dönsku hjá okkur. Við skólann verða fjórtán fjarnemar og sjö einstaklingar á starfsbraut. En fyrir utan þær brautir sem hafa verið nefndar bjóðum við uppá Framhaldsskólabraut, Heilbrigðisritarabraut í samstarfið við Fjölbraut í Ármúla og Fjarmenntaskólann ásamt Íþróttafræðibraut sem hefur verið vinsæl síðustu ár. Starfsfólk MB hlakkar mikið til vetursins og samstarfsins við nemendur og foreldra skólans.

Skólabyrjun

Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Nýnemar eru beðnir um að hafa tölvur með sér í skólann.

Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) mánudaginn 20. ágúst.

Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Skólastarf hefst þriðjudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Fundur með foreldrum nýnema:   Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 20. ágúst kl. 18.00.  (ATH. breyttan fundartíma). Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 100 í skólanum.