Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2018

Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 5. mars til 13. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2002 eða síðar) hófst mánudaginn 5. mars og lýkur föstudaginn 13. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá nánar á menntagatt.is

Gleðilega páska – páskaleyfi

Föstudagurinn 23. mars er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 4. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska 🙂

Þemadagar í MB

Dagana 28. febrúar – 3. mars eru þemadagar í MB. Hefðbundin kennsla er lögð niður en þess í stað vinna nemendur að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara.
Þema þessara daga er Saga jarðvangur og munu hóparnir vinna að ýmsum verkefnum tengt þemanu. Auk þess að vinna saman í hópum hlustuðu nemendur á tvö erindi, annars vegar kynningu á Sögu jarðvangi og hins vegar um hópvinnu.
Þemadögum lýkur á morgun 2. mars. Þá kynna nemendur niðurstöður sínar og verður afrakstur vinnunnar birtur á sérstakri heimasíðu viðfangsefnisins. Hér má svo sjá verkefni nemenda í formi vefsíðu.