Umsjón

Í Menntaskóla Borgarfjarðar hafa allir nemendur í dagskóla umsjónarkennara. Umsjónarkennarar veita upplýsingar um áfangakerfið, námsframboð og þá þjónustu sem skólinn veitir. Þeir aðstoða nemendur við gerð námsáætlana og fylgjast með ástundun þeirra og námsgengi.

Umsjónarfundir eru fjórum sinnum á önn, einu sinni í mánuði að meðaltali og er skyldumæting í þá.

Umsjónarfundir á haustönn 2011:

Fimmtudagur 25. ágúst – Úrsögn úr áföngum, skólasóknarreglur, umgengni, reykingar á skólalóð.

Fimmtudagur 29. september – Einstaklingsviðtöl og eftirfylgni með mætingum.

Fimmtudagur 3. nóvember – Einstaklingsviðtöl og eftirfylgni með mætingum. Námsáætlun.

Fimmtudagur 8. desember – Val fyrir næstu önn, námsframvinda o.fl.