Almenn námsbraut – tækninám (AT)

Almenn námsbraut – tækninám er fyrir nemendur sem hafa áhuga á áframhaldandi námi í iðn- eða tæknigreinum en hentar einnig þeim sem sækjast eftir breiðri almennri menntun og ætla sér að ljúka bóknámsbraut til stúdentsprófs. Meginmarkmið brautarinnar er að veita samhliða góða undirstöðu í handverki, tækni og bóklegum greinum og undirbúning fyrir frekara nám og margvísleg störf. Lögð er sérstök áhersla á sköpun, iðjusemi og þjálfun í góðum vinnubrögðum. Nemendur sem ljúka brautinni hafa þar með lokið fyrsta ári á iðnnámsbrautum við FVA.

_________________________________________________________________________

Áfangar á almennri námsbraut – tækninám (35 ein.)
Almennar greinar (14 einingar)
Enska ENS 102 2 ein.
Íslenska ÍSL 102 2 ein.
Íþróttir 2 – 4 ein.
Lífsleikni LKN 103 3 ein./ eða aðrar bóklegar greinar sem eru hluti af iðnbrautum.
Stærðfræði STÆ 102 2 ein.
Val 3 ein.

Sérgreinar (21 eining)
Efnis- og rafmagnsfræði EFR 183 3 ein.
Grunnteikning GRT 103, 203 6 ein.
Upplýsingatækni UTN 103 eða 183* 3 ein.
Verktækni VTG 183, 283** 6 ein.
Framkvæmdir og vinnuvernd ÖVM 183*** 3 ein.
Alls: 35 ein.
* Upplýsingatækniáfangi með áherslu á teikningu og notkun töflureiknis.
** Verklegt nám í járn- og trésmíði.
*** Þessi áfangi inniheldur efni áfanganna ÖRF101 og SKY101 auk hluta af efni úr áfanganum FRV103.

Athugasemdir
Við það er miðað að nemendur ljúki áföngunum EFR183, GRT103 og VTG183 á haustönn og áföngunum GRT203, VTG283 og ÖVM183 á vorönn. Ekki skiptir máli hvernig aðrir áfangar dreifast á haust og vor.
Nemendur úr FSN og MB eiga þess kost að ljúka áföngunum VTG183 og VTG283 með staðbundnum lotum við FVA og áföngunum EFR183 og ÖVM183 í fjarnámi frá FVA.