Home » Articles posted by Guðrún Aðalsteinsdóttir

Author Archives: Guðrún Aðalsteinsdóttir

Foreldrafundur

Skólastarf er farið af stað í Menntaskóla Borgarfjarðar en nemendur mættu skv. stundaskrá í dag.

Þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 17:00 er svo foreldrafundur sem sértaklega er hugsaður fyrir foreldra nýnema en allir foreldrar eru velkomnir.
Á fundinum verður farið yfir praktísk mál er varða nám í MB.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar

Skólastarf hefst á haustönn 2019 með móttöku nýnema föstudaginn 16. ágúst klukkan 09:00. Dagurinn hefst á sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks en í kjölfarið fá nýnemar kennslu á helstu kerfi skólans.  

Við óskum eftir því að nemendur mæti með tölvurnar sínar og snjalltæki þennan dag.

Eldri nemendur geta nálgast stundatöflurnar sínar á INNU.is föstudaginn 16. ágúst og er einnig velkomið að kíkja til okkar hér í MB. Bókalistar eru þegar komnir inná heimasíðu skólans. Ef einhver óvissa er með bókalistann þá endilega verið í sambandi við okkur.

Skólastarf hefst svo samkvæmt stundatöflu mánudaginn 19. ágúst. Athugið að við höfum tekið upp nýtt kerfi (O365) og því verða tæknimenn á svæðinu, föstudaginn 16. ágúst og mánudaginn 19. ágúst, nemendum til aðstoðar

Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 17:00 verður sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema. Fundurinn verður í stofu 100.

Allar nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans.

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 19. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 7. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is

Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642