BÓK204

Áfangalýsing – Bókfærsla

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: BÓK 204

Fjöldi eininga: 4

Undanfari: BÓK 102

Lýsing á efni áfangans:

Kunnátta nemenda á bókhaldi er dýpkuð með flóknari færslum og kynningu á nýjum reikningum. Sérstök áhersla er lögð á meðhöndlun verðtryggðra skuldabréfa, erlendra lána, hlutabréfa og hlutafjár í bókhaldi. Tekið er fyrir innflutningur vara í gegnum tollvörugeymslu og óbeinar afskriftir á varanlegum eignum.

Hér er nánari áfangalýsing: BÓK204