ENS103

Áfangalýsing – Enska

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: ENS103

Fjöldi eininga: 3

Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er lögð áhersla á vandlegan lestur texta, ritun og undirstöðuatriði enskrar málfræði með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Einnig er mikilvægt að kynna fyrir nemendum hugtakið menningarlæsi til þess að þeir geri sér betur grein fyrir og fái innsýn inní nýjan menningarheim og verði þar af leiðandi umburðarlyndari gagnvart ólíkum menningarbakgrunni annarra nemenda. Lesnir verða valdir rauntextar úr kennslubók, auk þess sem nemendur eiga að hraðlesa valin skáldverk og skriflegi þátturinn þjálfaður með fjölbreyttum æfingum. Nemendur eiga að tileinka sér að tjá sig munnlega á ensku og verður þeim leiðbeint í kennslustundum, þar sem tjáskipti fara fram á ensku svo og með hjálp margmiðlunartækni.

Hér er nánari áfangalýsing: Ens103