ENS204

Áfangalýsing – Enska

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: ENS 204

Fjöldi framhaldsskólaeininga: 4

Undanfari: ENS 103

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæðan lestur, málfræði, verkefnagerð og talmál. Kennsla fer fram á ensku og ætlast er til þess að nemendur svari kennara á ensku. Einnig er mikilvægt að nemedur geti með góðu móti lesið 3 skáldsögur yfir önnina og gerðar eru meiri kröfur um sjálfstæð vinnubrögð en í Ensku 103. Áfram er haldið með alhliða tal og talmálsþjálfun með mismunandi hætti en Veraldarvefurinn er ótæmandi upplýsingabanki þar sem nemendur sjálfir afla sér upplýnga og geta þannig hlustað á tónlist, notið upplesturs og annars konar fræðslu. Nemendur eiga að geta lesið talsvert þunga texta t.d úr dagblöðum, tímaritum og kunna skil á þeim ólíku skáldverkum sem tekin verða til umfjöllunar og unnin verða verkefni úr. Áhersla er lögð á að auka orðaforða og nemendur eiga að geta skilið einfalt, ótextað sjónvarpsefni eða hlustunarefni og getað fylgst með og skilið orðaræðu um ólíka efnisflokka, en til þess nýtum við þá miðla sem völ er á. Unnið er með valda kafla úr kennslubók, 3 skáldsögur, efni á Netinu og eða það sem útbúið er af kennara. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, námkvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga.

Hér er nánari áfangalýsing: ENS204