ENS304

Áfangalýsing – Enska

Menntaskóli Borgarfjarðar

Námsgrein: ENS304

Fjöldi eininga: 4

Undanfari: ENS204

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist aukinn orðaforða, þar sem athyglinni var frekar beint að undirstöðuþekkingu í málfræði, lesskilningi og stafsetningu í fyrri áföngum. Þeir textar sem nemendur lesa, leggja á minnið og tileinka sér eru úr köflunum í “A Taste of English” lesbókinni sem verður krufin til mergjar. Einnig þurfa nemendur bæði að skilja merkingu nýrra orða og orðasambanda og geta útskýrt þau á ensku. Við lesum greinar sem við nálgumst á Netinu en nemendur þurfa að tileinka sér margskonar upplýsingaöflun frá þeim miðli, svo sem notkun netorðabóka, málfræðiæfinga og skimun á margskonar fréttaefni frá erlendum fréttamiðlum, t.d. www.bbc.co.uk og www.cnn.com Mikil áhersla er lögð á ritun.
Nemendur vinna bæði sjálfstætt og sinna hópverkefnum úr skáldsögum áfangans til þess að dýpka skilning þeirra á sögusviði skáldverksins og umfjöllunarefni höfundar. Nánari rýni verður sinnt í kennslustundum. Einnig gera nemedur einstaklingsverkefni úr einni skáldsögu og myndbandsverkefni með öðrum aðilum. Einnig verður unnið að gerð myndbandsverkefna þar sem nemedur velja sér sögupersónu, dýpka hana og vinna með hana út frá samtímanum, þ.e. nemendur búa í rauninni til ,,nýtt svið” í kringum persónu/persónur skáldsögunnar og sýna bekkjarfélögunum.

Hér er nánari áfangalýsing: ENS304