Home » Fréttir » Íþróttafræðibraut

Íþróttafræðibraut

Á íþróttafræðibraut – félagsfræðasviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á félagsfræðabraut s.s. félagsfræði, sálfræði, kynjafræði og uppeldisfræði.

Á íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviði er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarna á náttúrufræðibraut s.s. eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Nemendur á íþróttafræðibraut fá undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta–, kennslu– og heilsufræðum. Nám á íþróttafræðibraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (180 ein.) og vali (20 ein.).

Þjálfararéttindi

Nemendur á íþróttafræðibraut geta fengið námið metið til þjálfararéttinda 1 og 2 hjá Íþrótta– og Ólympíusambandi Íslands. 

Viðburðir

apríl, 2020

06apr(apr 6)00:0014(apr 14)00:00PáskafríAllir tilbúnir í smá frí

X