Áfangalýsing – Heimspeki
Menntaskóli Borgarfjarðar
Námsgrein: HEI 102
Fjöldi eininga: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Fjallað er um upphaf vestrænnar heimspeki, hellislíkingu Platóns, rökhyggju Descartes og raunhyggju Humes, auk hugmynda Kants um sjálfstæði skynseminnar. Fjallað er á gagnrýninn máta um vísindalega þekkingu, hvernig hún verður til, og hvernig vísindalegar framfarir verða. Lesnir verða kaflar (í íslenskri þýðingu) úr bók Thomas Kuhn, Vísindabyltingar. Hugað verður að gagnrýni “póstmódernista” á vísindahyggju og algildan sannleika, og viðbrögðum vísindamanna við meintu “tískubulli” og gervivísindum.
Hér er nánari áfangalýsing: HEI102