Home » Nemendafélagið

Nemendafélagið

Stjórn nemendafélagsins 2018 – 2019

  • Snæþór Bjarki Jónsson, formaður – netfang snaethorbj16@menntaborg.is
  • Sóley Ásta Orradóttir, gjaldkeri – netfang soleyao17@menntaborg.is
  • Arna Hrönn Ámundadóttir, skemmtanastjóri – netfang arnaha17@menntaborg.is
  • Arna Jara Jökulsdóttir, ritari – netfang arnajj17@menntaborg.is
  • Linda Rós Leifsdóttir, fulltrúi nýnema – netfang lindarl18@menntaborg.is
Netfang stjórnar NMB: nmb@menntaborg.is
_________________________________________________________________________
Nemendafélagsskírteini gefa nemendum afslætti á hinum ýmsu stöðum.
Skólaárið 2018-2019 eru afslættir á eftirfarandi stöðum:
Borgarsport 10% afsláttur gegn framvísun skólaskírteinis.
Dagbjört neglur 10% afsláttur
Hraðlestin 15% afsláttur af einum aðalrétt hvort sem er af hádegis- eða kvöldmatseðli gegn framvísun skírteinis (gildir ekki af tilboðum né drykkjum)
Gallerí sautján 10% Afsláttur gegn framvísun á nemendaskírteinum
Hrím 10% afsláttur gegn framvísun skírteinis
Serrano 13% afsláttur gegn framvísun skólaskírteinis.
Blackbox 10% afsláttur gegn framvísun nemendaskírteinis
Smokkar.is 10% afsláttur með kóðanum ‘NMB’
Bætiefna-Búllan 20% afsláttur gegn framvísun skírteinis + afsláttarkóðinn ‘mennborg’ í vefverslun
Joe and the juice 15% afsláttur af matseðli. 30% afsláttur af combo og allt kaffi á 350kr.
Reykjavík escape 40% skólaafsláttur sunnudaga – þriðjudaga gegn framvísun nemendaskírteinis.
Smash 10% Afsláttur gegn framvísun á nemendaskírteinum
Urban 10% Afsláttur gegn framvísun á nemendaskírteinum
GS Skór 10% Afsláttur gegn framvísun á nemendaskírteinum
Culiacan 12% afslátt af mat og drykk (gildir ekki á ekki áfengi og með öðrum afsláttum)
Lemon 10% afsláttur gegn framvísun nemendafélagsskírteinis
Subway 10% afsláttur af bátum, salötum og vefjum gegn framvísun nemendafélagsskírteinis
Dominos 30% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með kóðanum NMB1819. Afsláttarkóðinn virkar ekki með tilboðum.
Hamborgarabúllan 15% afsláttur gegn framvísun skírteinis. (ath að afsláttur gildir ekki af fjölskyldutilboði og Þriðjudagstilboði)
Hár center 10% afsláttur af klippingu gegn framvísun skírteinis
Fotia 15% afsláttur í verslun gegn framvísun skólaskírteinis og vefverslun með kóðanum: NMB
Geirabakarí 10% afsláttur gegn framvísun á nemendaskírteinum
Landnámssetrið 10% afsláttur á öllu á matseðli, 20% afsláttur á öllum kaffidrykkjum og hádegishlaðborð á 1500kr alla daga gegn framvísun skólaskírteinis.
——————————————————————————————————————–
Um nemendafélagið
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) hefur verið starfrækt frá stofnun skólans eða allt frá árinu 2007.
Stjórn nemendafélagsins skipa fimm nemendur: formaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri og meðstjórnandi. Fjórir fulltrúar í stjórn félagsins eru kosnir í lok skólaárs að vori en einn fulltrúi, meðstjórnandinn, er kosinn að hausti og er hann fulltrúi nýnema í stjórninni. Nemendafélagið gegnir þeirri ábyrgð að vera tengiliður nemenda og stjórnenda skólans ásamt því að standa fyrir skemmtilegum uppákomum fyrir nemendur skólans.
Sem dæmi um á viðburði sem NMB hefur staðið fyrir árlega má nefna opin hús í nemendarými í kjallara skólans, nýnemaferð, söngkeppni, Lazer Tag mót, West Side, árshátíð og vordaga. Auk þess aðstoðar nemendafélagið við uppsetningu leiksýningar sem Leikfélag MB stendur fyrir ár hvert. Margir viðburðir NMB eru haldnir í tengslum við samstarf við aðra framhaldsskóla. Söngkeppnin er haldin til þess að velja fulltrúa skólans í söngkeppni framhaldsskólanna og tvö efstu sex manna liðin í Lazer Tag mótunum keppa fyrir skólans hönd á framhaldsskólamóti í Lazer Tag. West Side er íþróttakeppni milli þriggja skóla á Vesturlandi, MB, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Að keppninni lokinni er haldið sameiginlegt ball og skiptast skólarnir á um að halda það.
Mikil aðsókn er að árshátíð skólans sem haldin er að vori. Þar mæta nemendur, kennarar og aðrir gestir í sínum fínustu fötum, sitja fyrir á myndum og borða frábæra þriggja rétta máltíð. Á meðan á máltíðinni stendur sjá kynnar og þekktir gestir um skemmtunina. Síðar um kvöldið er ball í sal skólans. Opnu húsin eru heldur ekki af verri endanum; nefna má konu- og karlakvöld,  bíó- og sjónvarpsmaraþon, spilakvöld, ýmsar keppnir og fleira. Nýnemaferðin er árlegur viðburður. Hún er farin skömmu eftir að skólinn hefst á haustin til þess að bjóða nýnema velkomna í skólann. Ýmsir klúbbar eru starfræktir í skólanum, meðal annars hestaklúbbur, nördaklúbbur, getspekifélag og leikfélag.
NMB stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum í þágu nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. Félagslífið í skólanum er í örum vexti og nýjar hefðir skapast með nýjum nemendum. Stjórn NMB vill að lokum minna á að notkun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð á öllum viðburðum á vegum NMB.