Home » Portúgalfarar MB – videoblogg

Portúgalfarar MB – videoblogg

Hér getið þið fylgst með videobloggi nemenda og kennara MB sem stödd eru í pílagrímsferð í Portúgal. Ferðinni er heitið til Lissabon í Portúgal á vegum Comeniusarverkefnisins Migration and cultural influence. Hápunktur ferðarinnar er þriggja daga 85 km pílagrímsganga til Fatíma sem er helgur staður kaþólikka í Portúgal, nokkuð norðan viði Lissabon. Undanfarna mánuði hafa ferðalangar þjálfað sig upp til að geta gengið þessa leið. Einnig munu nemendur sýna verkefni sem þeir unnu í söguáfanganum sag104 um miðaldaborgina og skoða sig um í Lissabon og nágrenni. Ferðin er síðasti liðurinn í verkefninu en nemendur úr MB fóru síðastliðið haust til Hollands á vegum verkefnisins og fyrir um ári síðan komu rúmlega 30 gestir í heimsókn til MB.

Smellið á myndirnar til að horfa

Viðburðir

september, 2020

Engir viðburðir

X