Framtíðarver

Framtíðarver

Verið er að undirbúa það sem við köllum núna Framtíðarver en það er skapandi rými fyrir fjölbreytta vinnslu verkefna. Nemendur og starfsfólk kemur til með að geta nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Fyrsta skrefið er að setja upp stúdíó þar sem hægt að er að taka upp, vinna myndönd og hljóð og ganga frá stafrænu efni á faglegan hátt. Næsta skref er að opna fjölnota rými sem styður við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum. Í þessu rými verður aðgangur að verfærum eins og þrívíddarprenturum, laser skerum, vinyl skerum, pressum, saumavélum ásamt rými til listsköpunar.  Framtíðarverið verður þróað áfram í átt að FabLab aðstöðu.