Neyðar- og öryggisáætlun

Neyðar- og öryggisáætlun Menntaskóla Borgarfjarðar nær til viðbragða starfsmanna skólans við hættuástandi sem getur myndast vegna eldsvoða, jarðskjálfta sem og annarrar vár, t.d. vegna sprengjuhótunar. Verði jarðskjálfti þá skal fylgja leiðbeiningum Almannavarna ríkisins sem er að finna inn á vef stofnunarinnar. Verði eldsvoði eða fái skólinn sprengjuhótun þá skal fylgja rýmingaráætlun skólans. Starfsmenn/nemendur athugi vel að á neðri hæð skólans er mögulegt að nota glugga sem útgönguleiðir.

Rýmingaráætlun Menntaskóla Borgarfjarðar

Brunaviðvörunarkerfi skólans er tengt símum húsvarðar, skólameistara og starfsmanns tæknideildar Borgarbyggðar. Stjórnandi aðgerða þar til slökkvilið er mætt á staðinn er skólameistari (aðstoðarskólameistari/ staðgengill) og honum til aðstoðar er húsvörður. Söfnunarsvæði skólans er á körfuboltavellinum við klettinn við austurhlið skólans. Nafnalistar eru í hverri kennslustofu með nöfnum hópa samkvæmt stundaskrá.

Þegar brunavarnakerfi fer í gang

Stjórnendur og húsvörður fara samstundis að brunavarnarkerfi og athuga hvað veldur boðunum (aðrir starfsmenn í húsinu skulu einnig bregðast við ef svo ber undir t.a.m. ef þeim er kunnugt um að stjórnendur séu fjarstaddir). Sá sem kemur fyrstur að kerfinu þarf að skoða á yfirlitsmynd á hvaða svæði eldurinn er.

Stjórnendur og húsvörður

  1. Kanna þarf strax hvort um raunverulegan eld er að ræða. Ef það kemur í ljós að það er raunverulegur eldur í rýminu sem boðin komu frá, þá skal þegar í stað vara alla við í húsinu með því að brjóta næsta handboða eða þrýsta aftur á hljóðgjafa í brunavarnarkerfinu.
  2. Hringið tafarlaust í 112, mikilvægt er að tala skýrt og rólega á meðan ástandi er lýst. Tilgreina þarf staðsetningu Menntaskólans og hvort einhver hafi slasast ef um það er vitað á þessari stundu.

Kennarar/starfsmenn

  1. Kennarar skulu setja alla í viðbragðsstöðu þegar brunavarnarkerfi fer í gang. Upplýsa nemendur um útgönguleiðir og söfnunarsvæði. Ef kerfið hljóðnar þá halda allir áfram að vinna en eru í viðbragðsstöðu í smástund.
  2. Ef kerfið fer aftur af stað þá skal kennari tafarlaust vísa nemendum úr stofu á næstu opnu útgönguleið og söfnunarsvæði. Kennari þarf að kanna hvaða leið er fær. Ef reykur er á flóttaleið þá skal athuga hvort önnur flóttaleið sé fær. Ekki skal nota lyftuna. Nemendur taki einungis með sér töskur og yfirhafnir ef aðstæður leyfa. Síðasti maður úr hverri stofu skal loka dyrum á eftir sér til að draga úr reykflæði um húsnæðið. Þegar á söfnunarsvæði er komið skulu menn bíða fyrirmæla skólameistara eða staðgengils.
  3. Kennarar fylgja nemendum á söfnunarsvæði og taka niður nöfn nemenda. Ef einhvern vantar sem kennari telur að hafi verið í skólanum (stofunni) skal láta skólameistara og yfirmann slökkviliðs vita.
  4. Starfsmenn aðrir en kennarar skulu aðstoða eftir fremsta megni við að rýma skólann á þeim svæðum þar sem þeir eru staddir við störf þegar eldur kemur upp. Athuga þarf snyrtingar og önnur minni rými sérstaklega eins og hljómsveitarherbergi. Starfsmenn gefi sig fram við skólameistara á söfnunarsvæði þegar út er komið.
  5. Nemendur sem ekki eru í kennslustofum skulu fara hratt út að söfnunarsvæði. Skólameistari fer á milli hópa á söfnunarsvæði og athugar hvort nemendur telji að einhvern vanti úr þeirra hópi sem kunni að hafa verið staðsettur annars staðar í skólanum en í skólastofunni þegar eldur kom upp.
  6. Slökkvilið stýrir aðgerðum þegar það kemur á staðinn.
  7. Ef veður er vont skal finna stað í nágrenni skólans fyrir nemendur skv. ákvörðun skólameistara (aðstoðarskólameistara/staðgengils).
  8. Hafa skal samband við foreldra með tölvupósti eins fljótt og kostur er til að tryggja að upplýsingar um stöðu mála berist eftir réttum leiðum.
  9. Skólameistari metur hvort leita þurfi eftir utanaðkomandi aðstoð til að veita nemendum, starfsfólki eða foreldrum áfallahjálp.

Rýmingarleiðir

Kennslustofur á efri hæð, starfsbraut og skrifstofur/kennarastofa

  1. Farið niður í anddyri og út um aðalinngang
  2. Inn kennslugang til suðurs í átt að Hafnarfjalli, niður svarta stiga um útidyr á neðri hæð
  3. Út á svalir á kaffistofu kennara

Kennslustofur á neðri hæð, bókasafn, mötuneyti, RÚV

  1. Útgönguleið í anddyri við aðalinngang
  2. Inn kennslugang til suðurs í átt að Hafnarfjalli um útidyr sem þar eru
  3. Út um starfsmannainngang við mötuneyti (fyrsti kostur mötuneytis)
  4. Út um glugga á neðri hæð hússins (Fyrsti kostur RÚV er út um glugga til austurs)

Stóri salur

  1. Útgönguleið í anddyri við aðalinngang
  2. Út um glerdyr til suðurs við enda salar
  3. Upp á svið og út um dyr í enda
  4. Út um starfsmannainngang við mötuneyti

Nemendarými í kjallara

  1. Út um glerdyr innst í nemendarými
  2. Upp svarta stiga inn af nemendarými og út um starfsmannainngang við mötuneyti
  3. Upp stiga í átt að anddyri og út um aðalinngang

Salir í kjallara

  1. Í gegnum nemendarými og út um glerdyr þar
  2. Upp stiga í átt að anddyri og út um aðalinngang
  3. Upp svarta stiga út um dyr til suðurs í átt að Hafnarfjalli

23.08.2016