Home » Viðbótarnám til stúdentsprófs

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Reglur um viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur sem ljúka skilgreindu starfsnámi á framhaldsskólastigi eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi sem er samræmt í tilteknum greinum skv. ákvæðum í reglugerð. Stúdentsprófið tryggir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi. Einstakir háskólar eða háskóladeildir setja ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum þurfa nemendur að gangast undir inntökupróf. Það er því mikilvægt að nemendur sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir um undirbúning.

Til þess að fá starfsnám auk viðbótarnáms viðurkennt til stúdentsprófs skulu nemendur ljúka námi eins og tilgreint er hér á eftir.

Nemendur geta valið leið 1 eða 2

 1. skipulagt sjálfir í samráði við hlutaðeigandi framhaldsskóla miðað við skilgreind markmið um áframhaldandi nám á háskólastigi, þó skal uppfylla lágmarkseiningafjölda í kjarnagreinum (íslenska 20 ein., enska 15 ein. og stærðfræði 10 ein.) sjá nánar hér að neðan
 2. lokið námi í eftirtöldum greinum þannig að heildarnám þeirra verði eins og tilgreint er hér fyrir neðan:

1. Þriggja til fjögurra ára starfsnám. Nemendur skulu hafa lokið námi í skóla með fullnægjandi árangri og einnig áskilinni starfsþjálfun að fullu. Ekki er gerð krafa um að nemendur í löggiltum iðngreinum hafi lokið sveinsprófi. Auk þess skulu nemendur hafa bætt við sig námi í almennum bóklegum greinum þannig að heildarnám í einstökum greinum verði ekki minna en hér greinir:

 • íslenska: 20 einingar (10 ein. á 2. þrepi og 10 ein. á 3. þrepi)
 • enska: 15 einingar (10. ein á 2. þrepi og 5. ein á 3. Þrepi
 • stærðfræði: 10 einingar (10. ein á 2. þrepi)
  Fyrra nám nemenda í ofantöldum greinum kemur til frádráttar.

  Einnig skulu nemendur bæta við sig 15 einingum í einum af eftirfarandi námsgreinaflokkum: Tungumál, náttúrufræðigreinar, stærðfræði
  eða samfélagsfræðigreinar.  Fyrra nám í þeim námsgreinum sem hér um ræðir kemur ekki til frádráttar.


2. Tveggja til þriggja ára starfsnám. Nemendur skulu hafa lokið námi í skóla með fullnægjandi árangri og einnig áskilinni starfsþjálfun að fullu. Ekki er gerð krafa um að nemendur í löggiltum iðngreinum hafi lokið sveinsprófi. Auk þess skulu nemendur hafa bætt við sig námi í almennum bóklegum greinum þannig að heildarnám í einstökum greinum verði ekki minna en hér greinir:

 • íslenska: 20 einingar (10 ein á 2. þrepi og 10 ein á 3. þrepi)
 • enska: 15 einingar (10. ein á 2. þrepi og 5 ein á 3. þrepi)
 • stærðfræði: 10 einingar á 2. þrepi
 • félagsvísindi: 10 einingar
 • náttúruvísindi:  10 einingar
 • íþróttir: 6 einingar
  Fyrra nám nemenda í ofantöldum greinum kemur til frádráttar.

  Einnig skulu nemendur bæta við sig 15 einingum í einum af eftirfarandi námsgreinaflokkum: Tungumál, náttúrufræðigreinar, stærðfræði
  eða samfélagsfræðigreinar.  Fyrra nám í þeim námsgreinum sem hér um ræðir kemur ekki til frádráttar.


3. Starfsnám sem tekur skemmri tíma en tvö ár. Nemandi sem lýkur skilgreindu námi í þessum flokki með fullnægjandi árangri og óskar að halda áfram námi á annarri námsbraut getur fengið nám sitt metið með þessum hætti:

Nám sem nemendur hafa lokið í almennum greinum kemur í öllum tilvikum til frádráttar námi í sömu greinum á þeirri braut sem nemendur innritast á.

Ef nemandi innritast á stúdentsbraut er heimilt að meta sérnám nemanda í stað vals á viðkomandi námsbraut.

Gildir fyrir allar leiðir

 • Heildarfjöldi eininga þarf að vera að lágmarki 200 ein (starfsmenntun auk viðbótarnáms).
 • Þrepaskipting náms þarf að vera eftirfarandi: Fyrsta þrep 17-33%, annað þrep 33-50% og þriðja þrep 17-33%.
Uppfært 28.09.2016

Viðburðir

janúar, 2020

Engir viðburðir

X