Home » Fréttir (Page 2)

Category Archives: Fréttir

Nemendur í íþróttafræði hjálpa til í íþróttaskólanum

Ánægðir nemendur íþróttaskólans

Nemendur í íþróttafræði 1ÞÞ06 við MB sáu um íþróttaskóla fyrir 2 – 6 ára börn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 26. október sl. Umsjón með tíma í íþróttaskólanum er hluti af verkefnavinnu nemenda í áfanganum. Tíminn tókst sérstaklega vel og og að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar kennara fóru allir glaðir og ánægðir heim jafnt menntaskólanemar sem börnin.

Innritun á vorönn 2020

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember.

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2020 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Nýr skólameistari MB

Bragi Þór Svavarsson, nýráðinn skólameistari MB

Bragi Þór Svavarsson hefur verið ráðinn skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann tekur við starfinu þann 1. janúar 2020. 

Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.

Bragi Þór er kvæntur Hrafnhildi Tryggvadóttur, verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og eiga þau þrjár dætur en fjölskyldan býr í Borgarnesi. Bragi Þór hefur á undanförnum árum talsvert komið að íþrótta- og ungmennastarfi og er sambandsstjóri UMSB.

Bragi Þór var valinn úr hópi níu umsækjenda en ráðgjafar- og ráðningarfyrirtækið Intellecta hafði umsjón með ráðningarferlinu.

Viðburðir

desember, 2019

17desAllan daginnSíðasti kennsludagurSíðasti kennsludagur haustannar

X