Home » Fréttir (Page 2)

Category Archives: Fréttir

Breytingar á sóttvarnarreglum mánudag 7. september

Breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 7. september (áfram 1 meters reglan en breyting á fjöldatakmörkunum; 200 í stað 100).  Þessar breytingar hafa eftirfarandi áhrif í MB:

 

  • Áfram höldum við meters reglunni
  • Sumir hópar færast í sínar stofur – skoða Innu og endurhlaða (refresh) stundatöflu
  • Allir ganga inn um aðalinngang skólans og innangengt á milli hæða

ALLIR HALDA ÁFRAM PERSÓNULEGUM SÓTTVÖRNUM – þvo hendur, spritta, hósta/hnerra í olnbogabót og halda fjarlægðarmörk, innan sem utan skólans.

Fjölgun nemenda

Skólastarfið í MB er komið á fullt og  byrjar vel. Nemendur eru áhugasamir og greinilegt að þeir kunna að meta það að komast í skólann og sinna námi við nokkuð hefðbundnar aðstæður. Skólastarfið er litað af þeim reglum sem þarf að fylgja vegna COVID19 og má fræðast um hvernig þeim er framfylgt í MB hér. https://menntaborg.is/covid-19-upplysingasida/.

Við í MB erum afar ánægð með að nemendum hefur fjölgað talsvert milli ára og eru nemendur við MB 158 í dag  og ekki hafa fleiri nemendur verið skráðir í skólann frá því á vorönn 2012. Þessi fjölgun er á öllum sviðum, staðnemum hefur fjölgað og hafa ekki verið fleiri frá hausti 2017 og stóru tíðindin eru svo fjölgun í röðum fjarnema. En sú tala sem skiptir mestu máli er það sem kallað er nemandi í fullu námi og er fjölgun um 20% milli ára samkvæmt þeim mælikvarða. Við í MB erum mjög sátt með þessa þróun.

Upphaf kennslu

Í dag hófst skólaárið formlega hér í MB.  Nýnemar komu í heimsókn, fengu sér hressingu, hittu umsjónarkennara, fengu stundaskrá og komu sér inn í tæknilega þætti eins og aðgang að kerfum og kennslukerfi. Það var frábært að sjá húsið lifna við og nemendur augljóslega spenntir fyrir þeim áskorunum sem að nýr skóli er.  Við starfsfólk skólans höfum unnið af kappi við að undirbúa skólaárið og meðal annars fengið góða gesti til að brýna okkur. Amalía Björnsdóttir hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands fjallaði um námmat og sérstaklega á tímum COVID. Aldís Arna frá Streituskólanum hélt erindið „Ró í ólgusjó“  þar sem hún fjallaði um tilfinningar og streitu á tímum samfélagslegrar ógnar, sbr. Covid.

Á morgun hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá. Við í MB erum svo heppin að geta tekið allt nám inn í skólann. Við þurfum hinsvegar að fara eftir mörgum reglum til að standast kröfur og hér má nálgast allt um þær reglur sem gilda fyrir starf framhaldsskóla og MB. https://menntaborg.is/covid-19-upplysingasida/

 

Viðburðir

september, 2020

Engir viðburðir

X