Endurtekt prófa/ verkefna

Í MB eru engin lokapróf í loka anna. Allir áfangar skólans eru verkefnamiðaðir og námsmat í formi leiðsagnarmats. Í kennsluáætlunum allra áfanga kemur fram að nemendur þurfa að skila ákveðnum verkefnum og styttri prófum á hverri önn, því eru enginn endurtektarpróf eða verkefni í boði. Til að standast námsmat í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5.

Eina undantekning frá þessari reglu tekur gildi ef um er að ræða fall í áfanga sem kemur í veg fyrir útskrift á loka önn/ári og kemur þar með í veg fyrir brautskráningu. Þá á nemandi rétt á að endurtaka próf/verkefni í einum áfanga,  eins er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Sá áfangi gefur ekki einingu.