Opin braut – fjarnám

Á opinni braut til stúdentsprófs er megin áherslan kjarnagreinar. Nemendur velja sér sjálfir þá leið sem þeir kjósa að fara. Nemendur velja að lágmarki 119 einingar til viðbótar við kjarna sem er 81 eining. Miðað er við að lágmark 17% námsins (34 ein.) sé nám á fyrsta hæfniþrepi og aldrei meira en 33%. Þriðjungur (33%) til helmingur námsins (50 ein.) er á öðru hæfniþrepi. Á þriðja hæfniþrepi skal að lágmarki vera skilgreint 17% námsins (34 ein.) og að hámarki 33%. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Opin braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. Hér má finna leiðbeinandi val um svið.

Opin braut samkv. námskrá.