Vinnustofur

Á vorönn 2021 tók MB upp þá nýbreytni að vera með tvo vinnustofudaga á viku.  Þessi nýbreytni var gerð með það að markmiði að efla ákveðna þætti bæði í  kennslunni og í námi nemenda, með þessari leið er verið að gefa kennurum tækifæri til að sinna öllum nemendum betur ásamt því að nemendur geta skipulagt betur nám sitt eftir aðstæðum og vinnuálagi hverju sinni.

Í vinnustofum vinna nemendur að þeim verkefnum sem liggja fyrir í hverjum áfanga fyrir sig.

Fyrirkomulag vinnustofa er eftirfarandi:

  • Stundaskrá í INNU á miðvikudögum er EKKI í gildi
  • Allir nemendur mæta í vinnustofur á miðvikudögum
   • Miðvikudagur mæting: 09:00 – 14:00
  • Hópar í vinnustofum
   • Nemendur í staðnámi eru í  hópum og eiga sína heimastöð.
  • Mætingarskylda er í vinnustofur eins og um hefðbundna kennslu væri að ræða
   • Haldið verður sérstaklega utan um mætingar. Ef nemandi mætir ekki í nægilega margar vinnustofur getur það leitt til þess að nemandi megi ekki halda áfram námi á önninni
   • Kennarar ganga á milli stofa og aðstoða nemendur eftir þörfum.
   • Frímínútur og matartími er á sama tíma og segir í stundaskrá