Home » Skólinn » Stjórnir og ráð

Stjórnir og ráð

Stjórn

Fundargerðir

Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. kt. 530606-0900, var stofnaður 4. maí 2006. Rekstrarform skólans er einkahlutafélag og eru hluthafar 157, stærsti einstaki hluthafinn er sveitarfélagið Borgarbyggð. Stærsti hluti eigendahópsins eru einstaklingar búsettir í Borgarbyggð og fyrirtæki staðsett í Borgarbyggð. Stjórn skólans skipa fimm einstaklingar kosnir á hluthafafundi. Stjórnin fer með málefni skólans og skal sjá um að skipulag og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi sbr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Stjórn skólans ræður skólameistara, hann ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfi skólans. Hann gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Skólameistari ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og hefur frumkvæði að vinnu við skólanámskrá og umbótastarfi innan skólans.

Stjórn skipa:

Inga Dóra Halldórsdóttir, formaður

Helena Guttormsdóttir, varaformaður

Flosi Sigurðsson

Helgi Haukur Hauksson

Hrefna B. Jónsdóttir

Sigursteinn Sigurðsson

Skólanefnd

Skólanefnd starfar við Menntaskóla Borgarfjarðar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólanefndin er skipuð sömu fimm einstaklingum og kosnir eru í stjórn skólans auk þess sem í skólanefndinni eiga sæti þrír áheyrnafulltrúar, einn tilnefndur af Nemendafélagi Menntaskóla Borgarfjarðar, einn tilnefndur af kennarafundi og einn af foreldraráði. Hlutverk skólanefndar er samkvæmt lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Hlutverk skólanefndar er m.a. að marka áherslur í starfi skólans og að stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf. Að vera skólameistara til samráðs um námsframboð, staðfesta skólanámskrá og vera til ráðgjafar um ýmis mál. Skólameistari er framkvæmdastjóri nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.

Skólanefnd skipa:

Inga Dóra Halldórsdóttir, formaður

Helena Guttormsdóttir, varaformaður

Flosi Sigurðsson

Helgi Haukur Hauksson

Hrefna B. Jónsdóttir

Sigursteinn Sigurðsson

Bragi Þór Svavarsson, skólameistari

Marinó Þór Pálmason, fulltrúi nemenda

Elín Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara

Helga Sif Andrésdóttir, fulltrúi foreldra

Skólaráð

Skólaráð starfar við skólann í samræmi við lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 140/1997 um skólaráð við framhaldsskóla.  Nemendur tilnefna tvo fulltrúa og kennarafundur  tvo fulltrúa. Í skólaráði sitja einnig skólameistari og aðstoðarskólameistari. Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar um ýmis málefni í starfi skólans.

Skólaráð skipa:

Bragi Þór Svavarsson, skólameistari
Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari
Marinó Þór Pálmason, nemandi
Bjarni Þór Traustason, kennari
Elín Kristjánsdóttir, kennari

Foreldraráð

Við Menntaskóla Borgarfjarðar starfar foreldraráð í samræmi við 50. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Hlutverk foreldraráðsins er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann.

Foreldraráð skipa: 

Aðalheiður Jóhanna Hjartardóttir
Ásta Björk Björnsdóttir
Helga Sif Andrésdóttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar

Við Menntaskóla Borgarfjarðar starfar nemendafélag sem vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendafélagið starfar á ábyrgð skólans. Nemendur kjósa fulltrúa í skólaráð, fulltrúa á skólafund og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar skipa

Marinó Þór Pálmason, formaður

Gunnar Örn Ómarsson, ritari

Daníel Fannar Einarsson, gjaldkeri

Bjartur Daði Einarsson, skemmtanastjóri

Elinóra Ýr Kristjánsdóttir, meðstjórnandi

Fundir

Skólafundir á sal með öllum starfsmönnum og nemendum eru haldnir a.m.k. tvisvar á önn. Þar eru kynnt og rætt ýmislegt sem viðkemur daglegu skólastarfi. Kennarafundir, fundir með öðrum starfsmönnum og nemendafélaginu eru haldnir með reglubundnum hætti.

Skipurit Menntaskóla Borgarfjarðar

Skipurit 2016

Skipurit Menntaskóla Borgarfjarðar var endurskoðað samhliða skólanámskrá í september 2016.

Viðburðir

september, 2020

Engir viðburðir

X