Opnun skrifstofu

Skrifstofa MB  hefur opnað aftur eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8:00 – 15:00 alla virka daga. Hægt er að hafa samband í síma 4337700 eða með því að senda tölvupóst á menntaborg@menntaborg.is

Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og skipulag verða tilkynntar í tölvupósti til nemenda og eða  forráðamanna og birtar hér á miðlum MB þegar þær eru tilbúnar.

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hafa nú tekið gildi hertar sóttvarnarreglur vegna COVID – 19. Þær taka á fjölda einstaklinga sem koma saman og miðast nú við 100 manns. Þá  er  tveggja metra reglan í gildi og er ekki valfrjáls. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst.

Við í MB fylgjumst grannt með framvindu mála og munum bregðast við og láta vita ef hertar reglur hafa  áhrif á skólabyrjunina en á áætlun er að  skólinn hefjist með afhendingu stundakrár og dagskrá fyrir nýnema þann 19. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst fimmtudaginn 20. ágúst.

Kær kveðja

Starfsfólk MB

Fjarnám við MB

Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er mikil áhersla á verkefnamiðað nám þar sem nemendur þurfa að vera virkir og kennarar vinna sem leiðbeinendur eða verkstjórar. Fjarnemendur mæta aldrei í skólann en eru þó velkomnir í tíma ef það hentar.  Námsefni og kröfur í fjarnámi MB eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.

Við í MB erum afar stolt af því hvernig við höldum persónulegum tengslum við nemendur okkar í fjarnámi.

Allar frekari upplýsingar má sjá hér; https://menntaborg.is/dreifnam/

Frekari upplýsingar og skráning í námið fer fram með því að senda póst á menntaborg@menntaborg.is

Stúdent og garðyrkja

Um nokkurt skeið hefur Menntaskóli Borgarfjarðar boðið upp á sérstaka námsbraut, Náttúrufræðibraut með búfræðisviði. Námið fer þannig fram að nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin hafa nemendur svo tekið  við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nú hefur enn verið bætt við þetta samstarf og nemendur eiga þess kost að útskrifast með sama hætti sem stúdent og garðyrkjufræðingur frá LBHI.

Aukinn áhugi hefur verið á þessari námsleið hjá MB og því er þessi viðbót mjög spennandi kostur fyrir nemendur skólans.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Braga Þór Svavarsson skólameistara MB og Ragnheiði Þórarinsdóttur rektor LBHI handsala samkomulagið.

Viðburðir

ágúst, 2020

19ágú15:0815:08Afhending stundaskrárNýnmemar mæta í skólann kl. 9

20ágú00:0000:00Upphaf skóla

25ágú00:0000:00Nýnemadagur

X