Gleðilega páska – páskaleyfi

Föstudagurinn 3. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska!

Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2020

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 9. mars til 13. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2004 eða síðar) hófst mánudaginn 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá nánar á menntagatt.is

Líf og fjör í MB

Þó svo að hefðbundn kennsla sé ekki í gangi innan veggja MB er alltaf líf og fjör í skólanum. Það fer fram á öðrum vígstöðum en hefðbundið er. Nemendur og kennarar takast á við kennslu og nám um leið og þeir sinna sínum hugðarefnum. Hér má sjá nokkrar myndir úr skólalífinu í MB þessa vikuna.

Viðburðir

apríl, 2020

06apr(apr 6)00:0014(apr 14)00:00PáskafríAllir tilbúnir í smá frí

X