Jólapeysudagur í MB

Í dag var jólapeysudagur í MB þar sem nemendur og starfsfólk klæddust hinum ýmsu gerðum af jólapeysum. Fjölbreyttnin var mikil og mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi.

Mæðgna- og mæðginakvöld í MB

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir Mæðgna- og mæðginakvöldi í gærkveldi.  Kvöldið byrjaði á léttu spjalli og piparkökumálun í matsal skólans en uppúr klukkan 21:00 mætti Sigga Kling og
var með uppistand sem kitlaði hláturtaugar nærstaddra.
Kvöldið þótti heppnast einstaklega vel og er mömmum, dætrum og sonum sérstaklega þakkað fyrir ánægjulega kvöldstund.

Innritun á vorönn 2019

Enn er tekið við umsóknum um skólavist í MB fyrir vorönn 2019. Áhugasamir hafi samband beint á skrifstofu skólans í síma 433-7700.

Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu skólans.