Reglur um tölvunotkun og snjalltæki

Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar fá aðgang að internetinu og þráðlaust tölvunet er til staðar í skólanum. 

Til viðbótar setur MB eftirfarandi reglur um notkun netsins og þær gilda hvort sem notaðar eru eigin fartölvur eða tölvur skólans, snjallsímar eða önnur snjalltæki.

  • Tölvu- og tæknibúnað ber að nota á heiðarlegan, siðferðilega réttan og löglegan hátt.
  • Notkun farsíma og annarra  snjalltækja í kennslustundum er óheimil nema því aðeins að hún sé í þágu kennslunnar og er háð samþykki kennara hverju sinni.
  • Niðurhal á efni ótengdu skólastarfi er óheimilt.
  • Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum á netinu, svo sem með því að koma fram undir fölsku nafni í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum.
  • Óheimilt er að taka og/eða birta myndir eða upptökur sem teknar eru í skólanum án leyfis nemenda og starfsfólks. Hópmyndir af viðburðum á vegum skólans eru þó leyfðar, en einstaklingar geta alltaf beðið stjórnendur um að myndir af þeim séu ekki birtar.
  • Vanþekking á reglum leysir notanda ekki undan ábyrgð.
  • Verði vart við brot á reglum skal máli viðkomandi vísað til skólastjórnenda. Brot sem varða landslög verða kærð til lögreglu.