Fjarnám

Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundin hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem nemendur fá aðgang að og þangað sækja nemendur verkefnin og skila einnig. Þá er í kerfinu að finna rafrænan vettvang fyrir umræður og innlegg þar sem nemendur geta skipst á skoðunum undir leiðsögn kennara. Í Menntaskóla Borgarfjarðar er mikil áhersla á verkefnamiðað nám þar sem nemendur þurfa að vera virkir og kennarar vinna sem leiðbeinendur eða verkstjórar. Fjarnemendur mæta aldrei í skólann en eru þó velkomnir í tíma ef það hentar. Samskipti nemenda og kennara fara að mestu leyti fram í gegnum tölvupóst en nemendur geta þó hringt til að fara yfir stöðuna með kennurum.

Námsefni og kröfur í fjarnámi MB eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.

Fjarnemar eiga rétt á að: 

  • kennarar skólans svari tölvupósti innan sólarhrings á skrifstofutíma
  • kennsluáætlun áfangans sé aðgengileg á Moodle ásamt fyrirmælum frá viku til viku

Próf og prófareglur: Engin lokapróf eru í MB.  Próf fyrir fjarnema fara fram á Teams eða á Moodle, ekki fleiri en 2-3 próf í hverjum áfanga. Það kemur fram í kennsluáætlun í upphafi annar hversu mörg próf nemendur taka í hverjum áfanga, nánar um fyrirkomulag þeirra og í hvaða viku þau eru.

Upphaf kennslu:
Nemendur fá sendar upplýsingar um lykilorð, aðgang að Innu, tölvupósti og Moodle frá skrifstofu skólans.

Fjarnámsáfangar í boði haust

EÐLI2AF06 EFNA2AE06 ENSK2LS05
ENSK3BL06 FÉLA2AK06 (ekki í boði) FÉLA3ST06 ÍSLE2RB05
ÍSLE3BF06 ÍÞRF2ÞF06 LÍFF1LO05 LÍFF2FR06
LÍFF3VU06 LÍOL2FH04 (ekki í boði) SAGA3ÍM06 SÁLF3ÞS06
SIÐF2IN04 SPÆN1MS05 (ekki í boði) SPÆN1MT05 (ekki í boði) STÆR2AA05
STÆR3CC06 STÆR3EE06 UPPE2UM05 HAGF2ÞF05 (ekki í boði)
NÆRI2NÆ05 (ekki í boði)  ÍÞRÓ1LN01  ÍÞRÓ1SK01 JARÐ2AJ05

Fjarnámsáfangar í boði vor

DANS2AA05 EÐLI3BR06 EFNA2FR06 ENSK2LO05
ENSK3BS06 FÉLA2SK06 HBFR2HE05 (ekki í boði) HEIM2IH04
ÍSLE2BG05 ÍSLE3TS06 ÍÞRF3ÞS06 ÍÞRÓ1LS01
ÍÞRÓ1MÞ01 ÍÞRÓ1SI01 KYNJ3IN04
LÍFF2FL06 LÍOL2SH04 SÁLF1AÞ04*
SAGA3FS05 SÁLF2IS06  SPÆN1TM05
 STÆR2BB05  STÆR3DD06  STÆR2TL05 BÓKF1IN05

* Áfangi kenndur ef næg þátttaka fæst

Fjarnám – gjaldskrá

  • Innritunargjald – 10.000 kr. (allir fjarnámsnemendur greiða þetta gjald)
  • Einn áfangi – 10.000 kr. (bætist við innritunargjaldið)
  • Tveir áfangar eða fleiri – 20.000 kr. (bætist við innirtunargjaldið)