Starfsbraut

Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Nám á starfsbraut miðast við 4 ár og einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn, viðmiðið er 240 einingar. Nám og kennsla á starfsbraut eru skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er á að auka félagsleg samskipti nemenda og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.

Starfsbraut samkv. námskrá