Vörður

Námsmat í MB er fyrst og fremst leiðsagnarmat en formleg annarpróf í lok anna eru ekki til staðar heldur eru nemendur metnir jafnóðum allan námstímann. Þeir fá endurgjöf þrisvar sinnum á önn á svokölluðum Vörðum. Á vörðum er notast við þriggja stiga skala; mjög gott – í lagi – ófullnægjandi, ásamt skriflegum ábendingum frá kennara.  Í matinu er notast við flest þekkt mælitæki í skólastarfi, t.d. ígrundun kennarans, munnleg- og skrifleg próf, sjálfsmat og verkefni af ýmsum toga.

Skipulag varða

Kennari

Varða 1 – kennari gefur endurgjöf í sínum áföngum – sendir niðurstöður til umsjónarkennara

Varða 2 – munnleg og skrifleg varða – kennari ræðir einslega við alla sína nemendur – sendir helstu niðurstöður til umsjónarkennara.

Varða 3 – kennari gefur endurgjöf í sínum áföngum – sendir niðurstöður til umsjónarkennara

Umsjónarkennari

Varða 1 – fær niðurstöður frá kennara í viðkomandi áfanga – hittir nemendur og ræðir við hvern og einn – boðar foreldra / forráðamenn nýnema í viðtal á fyrstu önn.

Varða 2 – fær niðurstöður frá kennara í viðkomandi áfanga – ræðir almennt við nemendur – hefur samband við foreldra nemenda yngri en 18 ára

Varða 3 – fær niðurstöður frá kennara í viðkomandi áfanga  – ræðir við þá sem með þarf