Námsbrautir 2022

Haustið 2022 hefst kennsla á nýjum brautum til stúdentsprófs. Helstu breytingar eru þær að á öllum brautum verða STEAM áfangar og lífsnám skylduáfangar. STEAM samanstendur af vísindum, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði.

Félagsfræðabraut

Á félagsfræðabraut er megin áherslan á samfélagsgreinar og kjarnagreinar. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Í samfélagsgreinum er lögð áhersla á nám til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta- félags- og hugvísindadeildum háskóla. Félagsfræðabraut samkv. námskrá.

Felagsfrædabraut H23

Íþróttafræðibraut

Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarnagreina. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Í kjarna brautar er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni auk áherslu á heilbrigði og velferð. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta- , kennslu- og heilsufræðum. Íþróttafræðibraut samkv. námskrá.

Iþrottafr. braut H23

Náttúrufræðibraut

Á náttúrufræðibraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi. Náttúrufræðibraut samkv. námskrá.

Natturufr.braut H23

Náttúrufræðibraut – búfræðisvið

Landbúnaðarháskóli Íslands og Menntaskóli Borgarfjarðar standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá MB og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúrufræðibraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (33 f-ein). 15% á 1 þrepi, 20% á 2 þrepi, 49% á 3 þrepi og 15% á 4 þrepi. Sjá nánar á heimasíðu Lbhí. Til að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar með tilskilinn fjölda eininga á hverju hæfniþrepi verða nemendur að velja valfög við Lbhí þannig að 15 einingar verði á 1. þrepi, 9 einingar á 2. þrepi og 3 einingar á 4. þrepi. Nemendur klára þá námsbrautina með 17% á 1. þrepi, 44% á 2. þrepi, 32% á 3. þrepi og 7% á 4. þrepi.  Náttúrufræðibraut – búfræðisvið samkv. námskrá.

Natturfr. bufrædisvid H23

Opin braut

Á opinni braut til stúdentsprófs er megin áherslan kjarnagreinar. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Nemendur velja sér sjálfir þá leið sem þeir kjósa að fara. Nemendur velja að lágmarki 99 framhaldsskólaeiningar til viðbótar við kjarna sem er 101 eining. Miðað er við að lágmark 17% námsins sé almennt nám á fyrsta hæfniþrepi og aldrei meira en 33%. Þriðjungur (33%) til helmingur námsins er á öðru hæfniþrepi. Á þriðja hæfniþrepi skal að lágmarki vera skilgreint 17% námsins og að hámarki 33%. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Opin braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.  Opin braut samkv. námskrá.

Opin braut H23