Umsjón

Umsjón með nemendum

Í Menntaskóla Borgarfjarðar hafa nýnemar sérstakan umsjónarkennara. Umsjónarkennari veitir upplýsingar um áfangakerfið, námsframboð og þá þjónustu sem skólinn veitir. Hann aðstoðar nemendur við gerð námsáætlana og fylgist með ástundun þeirra og námsgengi.

Umsjónarfundir/fundir með kennurum eru þrisvar sinnum á önn, einu sinni í mánuði að meðaltali og er skyldumæting í þá.

Umsjónarfundir á vorönn 2023:

Miðvikudagur 15. febrúar – Mætingar og fleira.

Miðvikudagur 22. mars – Munnleg varða nr. 2 – einstaklingsviðtöl kennara og nemenda

Miðvikudagur 26. apríl – Einstaklingsviðtöl eftir þörfum og eftirfylgni með mætingum.