Framhaldsskólabraut

Framhaldsskólabraut er 3. anna námsbraut sem ætluð er fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði inn á aðrar námsbrautir og fyrir þá nemendur sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi nám. Um er að ræða 90 eininga nám sem lýkur með framhaldsskólaprófi á öðru hæfniþrepi. Tilgangurinn er að nemendum sé boðið upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Megináherslan er á að styrkja almenna þekkingu, leikni og hæfni nemenda með áherslu á hagnýtt nám. Ennfremur að undirbúa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áframhaldandi nám. Til að útskrifast af framhaldsskólabraut þá þurfa nemendur að stunda nám í a.m.k. þrjár annir og hafa lokið 90 einingum. Nemendur geta eftir eitt ár á framhaldsskólabraut valið um að skipta yfir á aðrar námsbrautir skólans ef þeir ná tilskildum árangri í kjarnagreinum á hæfniþrepi eitt.

Framhaldsskólabraut samkv. námskrá.