Nemendafélagið

Stjórn nemendafélagsins 2023 – 2024

  • Kolbrún Líf Lárudóttir, formaður
  • Ólöf Inga Sigurjónsdóttir, ritari
  • Edda María Jónsdóttir, skemmtanastjóri
  • Jónas Bjarki Reynisson, gjaldkeri
  • Ernir Daði Arnberg Sigurðsson, fulltrúi nýnema
Netfang stjórnar NMB: nmb@menntaborg.is
Um nemendafélagið
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) hefur verið starfrækt frá stofnun skólans eða allt frá árinu 2007.
Stjórn nemendafélagsins skipa fimm nemendur: formaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri og meðstjórnandi. Fjórir fulltrúar í stjórn félagsins eru kosnir í lok skólaárs að vori en einn fulltrúi, meðstjórnandinn, er kosinn að hausti og er hann fulltrúi nýnema í stjórninni. Nemendafélagið gegnir þeirri ábyrgð að vera tengiliður nemenda og stjórnenda skólans ásamt því að standa fyrir skemmtilegum uppákomum fyrir nemendur skólans.
Sem dæmi um á viðburði sem NMB hefur staðið fyrir árlega má nefna opin hús í nemendarými í kjallara skólans, nýnemaferð, söngkeppni, Lazer Tag mót, West Side, árshátíð og vordaga. Auk þess aðstoðar nemendafélagið við uppsetningu leiksýningar sem Leikfélag MB stendur fyrir ár hvert. Margir viðburðir NMB eru haldnir í tengslum við samstarf við aðra framhaldsskóla. Söngkeppnin er haldin til þess að velja fulltrúa skólans í söngkeppni framhaldsskólanna og tvö efstu sex manna liðin í Lazer Tag mótunum keppa fyrir skólans hönd á framhaldsskólamóti í Lazer Tag. West Side er íþróttakeppni milli þriggja skóla á Vesturlandi, MB, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Að keppninni lokinni er haldið sameiginlegt ball og skiptast skólarnir á um að halda það.
Mikil aðsókn er að árshátíð skólans sem haldin er að vori. Þar mæta nemendur, kennarar og aðrir gestir í sínum fínustu fötum, sitja fyrir á myndum og borða frábæra þriggja rétta máltíð. Á meðan á máltíðinni stendur sjá kynnar og þekktir gestir um skemmtunina. Síðar um kvöldið er ball í sal skólans. Opnu húsin eru heldur ekki af verri endanum; nefna má konu- og karlakvöld,  bíó- og sjónvarpsmaraþon, spilakvöld, ýmsar keppnir og fleira. Nýnemaferðin er árlegur viðburður. Hún er farin skömmu eftir að skólinn hefst á haustin til þess að bjóða nýnema velkomna í skólann. Ýmsir klúbbar eru starfræktir í skólanum, meðal annars hestaklúbbur, nördaklúbbur, getspekifélag og leikfélag.
NMB stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum í þágu nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. Félagslífið í skólanum er í örum vexti og nýjar hefðir skapast með nýjum nemendum. Stjórn NMB vill að lokum minna á að notkun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð á öllum viðburðum á vegum NMB.