Skólanámskrá

Sérhver framhaldsskóli landsins skal gefa út skólanámskrá og skiptist hún í almennan hluta annars vegar og námsbrauta- og áfangalýsingar hins vegar. Auk þess að taka mið af lögum og reglugerðum um framhaldsskóla eru önnur lög, reglugerðir og reglur hafðar til hliðsjónar.

Skólanámskrá er unnin af starfsfólki skólans undir stjórn skólameistara og er staðfest af stjórn MB og skólanefnd.  Í skólanámskrá er m.a. fjallað um stefnu skólans, framtíðarsýn og sérstöðu.