Nemendur MB nota rafræn skilríki sem veita þeim aðgang að rafrænum upplýsingum (Inna) sem skráðar eru um þá sjálfa. Sé nemandi yngri en 18 ára hafa forráðamenn hans einnig aðgang að sömu upplýsingum. Forráðamenn geta enn fremur fengið upplýsingar um námsframvindu, skólasókn eða annað sem tengist barni þeirra sérstaklega með því að hafa samband við skólastjórnendur.
Þegar nemandi hefur náð sjálfræðisaldri er einungis heimilt að veita honum sjálfum, eða þeim sem nemandinn veitir skriflegt umboð, upplýsingar um mál er varða hann persónulega.