6 – Þjónusta

Um rétt nemenda til náms fer samkvæmt lögum nr. 92/2008. Skólinn ábyrgist að nemandi fái notið kennslu fagfólks í þeim námsgreinum sem skólinn býður upp á.  Nemendur fá aðgang að netinu til að nýta í námi.  Einnig hafa nemendur aðgang að fagfólki á sviði heilsugæslu og sálfræðiþjónustu.  Skólinn veitir alla almenna skólaþjónustu við nemendur og forráðamenn þeirra, aðgang að umsjónarkennara og skólastjórnendum og úrlausn mála innan viðunandi tímamarka. Skólinn leggur áherslu á velferð nemenda, líkamlega, andlega og félagslega. Í skólanum er boðið upp á heilnæmt fæði, morgunverð og hádegisverð. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Nemendur njóta þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Skólinn veitir nemendum með sérþarfir sérstakan stuðning. Við skólann er starfrækt starfsbraut ásamt því sem nemendum á öðrum námsbrautum með sérþarfir gefst kostur á stuðningi.