8. 1 Félagsstarf nemenda

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar, NMB, var stofnað árið 2007, sama ár og Menntaskóli Borgarfjarðar tók til starfa. Nemendafélagið heldur utan um og ber ábyrgð á félagslífi nemenda í skólanum og hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum. Í húsakynnum skólans er gott rými fyrir nemendur til að sinna áhugamálum sínum innan sem utan hefðbundins skólatíma. Nemendafélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum yfir skólaárið svo sem haustferð, árshátíð, söngkeppni og áskorendadögum þar sem nemendur og kennarar keppa sín á milli, þátttöku í Gettu betur ofl. Nemendur starfa í ýmsum nefndum og klúbbum, allt eftir áhugasviði nemenda hverju sinni. Settar eru upp leikssýningar á vegum leikfélagsins og nemendur kjósa ritstjórn sem hefur veg og vanda af útgáfu skólablaðsins Eglu. Nemendur sem bjóða sig fram í stjórn Nemendafélags þurfa að sýna gott fordæmi og vera fyrirmyndir hvað varðar góð samskipti.