5. 10 Skólasóknarreglur

Nemendur skulu sækja stundvíslega allar kennslustundir. Mæti nemandi of seint í kennslustund fær hann hálft fjarvistarstig, mæti nemandi meira en 10 mínútum of seint fær hann eitt fjarvistarstig. 

Niðurfelling fjarvistarstiga: 

Heimilt er að fella niður fjarvistir vegna veikinda sem hafa verið tilkynnt. 

Nemendur þurfa að tilkynna veikindi samdægurs fyrir kl. 10:00 á skrifstofu skólans eða skrá veikindi í Innu. Ef nemandi er yngri en 18 ára þarf forráðamaður að tilkynna veikindi. Nemendur þurfa að skila læknisvottorði til skrifstofu skólans vegna allra veikindadaga umfram tvo í mánuði. 

Heimilt er að veita leyfi: 

  • Vegna námsferða á vegum skólans. 
  • Vegna starfa í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar. 
  • Vegna undirbúnings og þátttöku í keppni á vegum skólans, íþróttafélags eða sérsambands íþróttafélaga. Staðfesting viðkomandi félags eða sérsambands um þátttöku þarf að fylgja umsókn um leyfi. 
  • Vegna fráfalls náins ættingjar eða vinar. 
  • Vegna ófærðar eða annarra óviðráðanlegra tilvika sem nemandi eða forráðamaður staðfestir. 
  • Vegna rökstuddrar umsóknar um brýn erindi frá nemanda og forráðamanni ef við á. 

Sækja þarf um öll leyfi til skólameistara 

Meðferð og viðurlög: 

Skólasókn þarf að vera 85% til að nemandi eigi vísa skólavist á næstu önn. 

  • Þegar nemandi er kominn með 10 fjarvistarstig í 5 og 6 ein. áfanga og 6 fjarvistarstig í 4 ein. áfanga fær hann og forráðamaður, ef við á, skriflega viðvörun og nemandi fer í viðtal hjá umsjónarkennara. 
  • Þegar nemandi er kominn með 13 fjarvistarstig í 5 og 6 ein. áfanga og 8 fjarvistarstig í 4 ein. áfanga fer hann í viðtal hjá skólameistara eða aðstoðarskólameistara eftir atvikum. 

Skólasókn í áfanga þarf að vera 85% til að nemandi hafi staðist viðkomandi áfanga. 

  • Fái nemandi 16 óútskýrð fjarvistastig úr tilteknum 5 eða 6 eininga áfanga er hann fallinn í áfanganum. 
  • Fái nemandi 11 óútskýrð fjarvistastig úr tilteknum 4 eininga áfanga er hann fallinn í áfanganum. 

Skólameistara er heimilt að víkja nemanda úr námi að því tilskildu að nemandi hafi fengið viðeigandi aðvaranir. Nemandi hefur rétt til áfrýjunar til skólanefndar.