1 – Inngangur

Skólanámskrá Menntaskóla Borgarfjarðar skiptist í tvo hluta, almennan hluta og námsbrautarlýsingar. Í almenna hlutanum er gerð grein fyrir stefnu skólans, stjórnskipan, innra mati, umgjörð skólastarfs, þjónustu við nemendur, aðstöðu og fleira. Í hlutanum um námsbrautarlýsingar er að finna lýsingar á námsbrautum sem í boði eru við skólann. Þar er ennfremur að finna vægi áfanga í einstökum greinum náms og lokamarkmið námsbrauta skólans.  Áfangalýsingar eru hluti skólanámskrár og eru birtar inn á heimasíðu skólans undir námið.

Skólanámskrá Menntaskóla Borgarfjarðar er endurskoðuð reglulega samhliða þróun í skólastarfi. Endurskoðun tekur mið af lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla, öðrum lögum og reglum eftir því sem nauðsyn krefur ásamt því að taka mið af  aðalnámskrá framhaldsskóla mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem gefin var út 2011.