Við Menntaskóla Borgarfjarðar starfar foreldraráð í samræmi við 50. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Hlutverk foreldraráðsins er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Nöfn þeirra sem skipa foreldraráð má finna á heimasíðu skólans https://menntaborg.is/skolinn/stjorn-skolans/