3. 5 Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar

Við Menntaskóla Borgarfjarðar starfar nemendafélag sem vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendafélagið starfar á ábyrgð skólans. Nemendur kjósa fulltrúa í skólaráð, fulltrúa á skólafund og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Nöfn þeirra sem skipa stjórn nemendafélagsins hverju sinni má finna á heimasíðu skólans https://menntaborg.is/skolinn/stjorn-skolans/