2. 2 Framtíðarsýn

Nám og gæði kennslu

  • Framtíðarsýn Menntaskóla Borgarfjarðar er að vera leiðandi skóli í þróunarstarfi sem leggur áherslu á framsækni og fjölbreytni í kennsluháttum og námsmati.
  • Skólinn vill búa nemendum fjölbreytt námsumhverfi með áherslu á verkefnamiðað nám.
  • Þá er það stefna skólans að styrkja enn frekar góð tengsl við nærsamfélagið og auka tækifæri nemenda í gegnum alþjóðlegt samstarf.
  • MB leggur áherslu á að styrkja og efla námsframboð til að koma til móts við þarfir og áhuga nemenda á upptökusvæði skólans.

Nemendur

  • Skólinn vill stuðla að ábyrgð nemenda á eigin námi og að fyrirkomulag náms stuðli að góðri ástundun.
  • Áhersla er á að skólabragur sé jákvæður og lýðræðislegur. Að samvinna einkenni lausn viðfangsefna. Að persónuleg samskipti, skapandi hugsun, jafnrétti, góð líðan og virðing fyrir einstaklingnum einkenni skólabraginn.
  • Áhersla er lögð á heilsusamlega umgjörð um skólastarfið og að andleg, líkamleg og félagsleg velferð nemenda sé höfð að leiðarljósi.
  • Stjórnendur vilja leggja áherslu á að fjölga nemendum með sem fjölbreyttustu námsframboði og gæðum í kennslu.

Stjórnun

  • Allur rekstur skólans, aðbúnaður, þjónusta og velferð nemenda og starfsmanna sé til fyrirmyndar.
  • Stjórnendur skólans vilja nýta sér þá samfélagsmiðla sem í boði eru við markaðssetningu skólans.