5. 4. 2 Mat á námskeiðum og reynslu

  1. Nemendur sem hafa aflað sér þekkingar, leikni og hæfni á námskeiðum fyrir utan framhaldsskóla geta sótt um að slíkt nám sé metið til eininga. Við mat á námskeiðum og reynslu er horft til þátta eins og lengd námskeiða í klukkustundum og innihaldi og markmiðum  námsins og reynslunnar.  
  2. Nemandi sem hefur náð 23 ára aldri getur fengið reynslu eftir 18 ára aldur metna til eininga í lífsleikni og íþróttum. 
  3. Nemendur sem ekki falla undir liði a og b hér að ofan en hafa aflað sér kunnáttu, færni eða þekkingar með störfum, á námskeiðum eða með þátttöku í listum og félagslífi geta sótt um að fá þá menntun metna til eininga. Að jafnaði er við það miðað að slíkt nám sé þá aðeins metið að það flýti fyrir útskrift af námsbrautinni sem nemandi er skráður á.  
  4. Nemendur af erlendum uppruna geta sótt um að fá móðurmál sitt metið til eininga í stað annars erlends tungumáls.  
  5. Erlend samskipti – Nemendur sem taka þátt í að undirbúa og fara í námsferðir til annarra landa eða taka á móti erlendum nemendum í tengslum við samstarfsverkefni skólans fá vinnu sína metna til eininga. Kennari skólans, sem heldur utan um verkefnið hverju sinni, skráir viðveru og vinnustundir nemenda í verkefninu. Einingafjöldi 1 – 2 einingar á önn.