2. 13 Forvarnarstefna

Forvarnir eru hluti af daglegu starfi skólans og fela í sér fræðslu og námskeið fyrir starfsmenn og nemendur og hafa það að markmiði að stuðla að betri líðan og ástundun nemenda, ýta undir jákvæða lífssýn og heilbrigða lífshætti allra hlutaðeigandi. Við skólann starfar forvarnarfulltrúi.

Forvarnarfulltrúi
Forvarnarfulltrúi er í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum. Hann stuðlar að því að forvarnir í víðtækum skilningi séu hluti af daglegu starfi skólans í samvinnu við starfsmenn skólans, nemendur og forráðamenn þeirra. Forvarnafulltrúi tengist félagslífi nemenda og tómstundastarfi. Hann heldur utan um samstarf við skóla og aðra um forvarnir og er fullrtúi skólans í forvarnarteymi Borgarbyggðar.
Í forvarnarstarfi felst fræðsla um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, hvatning til heilbrigðs lífernis og þátttöku í jákvæðu félagslífi ásamt öðru sem stuðlar að sterkri sjálfsmynd nemenda.