5. 7 Námsframvinda

Nemandi á stúdentsbrautum við Menntaskóla Borgarfjarðar er skráður að meðaltali í 33 – 34 einingar á önn.  

  1. Frá og með annarri önn skal nemandi ljúka a.m.k. 15 einingum á önn. Takist nemanda það ekki skal hann í samráði við skólastjórnendur og námsráðgjafa sækja um áframhaldandi nám við skólann. Þetta ákvæði á ekki við um nemendur á framhaldsskólabraut. 
  2. Nemanda er heimilt að skrá sig þrívegis í sama áfanga. Nemanda er þó heimilt að undangengnu samráði við námsráðgjafa að sækja um setu í áfanga í fjórða sinn til skólastjórnenda. 
  3. Til að standast námsmat í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þeir áfangar gefa ekki einingar.