5. 4. 5 Mat Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á námi í framhaldsskóla

Nemandi sem lokið hefur ÍÞRF2ÞÞ05 og tveimur einingum í íþróttagrein (ÍÞRG) getur fengið nám sitt metið sem þjálfari 1 hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Nemandi sem lokið hefur 40 einingum í íþróttagreinum, íþróttafræðum og starfsþjálfun úr framhaldsskólum getur fengið almennan hluta af þjálfarastigi 2 metinn hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.