5. 8 Árekstrarheimild

Árekstrarheimild er veitt nemanda í reglulegu námi (staðnemar) þegar áfangar, sem hann verður að stunda á viðkomandi önn, rekast á í töflu hans. Nemandi verður að ráðgast við kennara viðkomandi áfanga eigi síðar en viku eftir að árekstrarheimildin hefur verið samþykkt, annars fellur hún úr gildi. Nemandi skal sækja kennslustundir í árekstri samkvæmt samkomulagi við kennara þannig að hann geti fylgst með og tekið þátt í verkefnum. Kennarar skrá fjarvistir hjá nemendum þegar þeir eru fjarverandi vegna áreksturs.