6. 3 Skólahjúkrunarfræðingur og sálfræðiþjónusta

Geðhjúkrunarfræðingur frá HVE sinnir skólahjúkrun fyrir nemendur. Viðvera er í skólanum annan hvern fimmtudag. 

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaárinu. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, að hámarki.