3. 3 Skólaráð

Skólaráð starfar við skólann í samræmi við lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 140/1997 um skólaráð við framhaldsskóla.  Nemendur tilnefna tvo fulltrúa og kennarafundur  tvo fulltrúa. Í skólaráði sitja einnig skólameistari og aðstoðarskólameistari. Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar um ýmis málefni í starfi skólans.  Nöfn þeirra sem skipa skólaráð má finna á heimasíðu skólans https://menntaborg.is/skolinn/stjorn-skolans/